A Travellerspoint blog

Ferðaáætlunin

Nú er ferðaáætlunin okkar orðin nokkuð ákveðin. Eftir nokkra mánaða vangaveltur og valkvíða er nú búið að panta allt flug, alla gistingu og eitthvað til viðbótar.

Við leggjum af stað 17.nóvember n.k. og lendum aftur á Íslandi 3.janúar.
Fyrst er ferðinni heitið til New York og New Jersey þar sem við ætlum að heimsækja Kristen og Cesar vini okkar sem búa í NJ og kíkja líka á New York. Kristen var skiptinemi á Vígholtsstöðum sumarið 1981 og höfum við haldið sambandi við hana síðan.
Frá New York fljúgum við til Los Angeles þar sem við munum skoða okkur um í nokkra daga.
Frá LA er ferðinni heitið til Fiji eyja þar sem við ætlum að halda uppá 50 ára afmælin okkar 28.nóvember og 1.desember.
Næst er það Vanuatu sem er óskrifað blað í okkar plönum.
Frá Vanuatu förum við til Sydney í Ástralíu og þar mun Sölvi eiga 11 ára afmæli þann 11.desember.
Frá Sydney með millilendingu í Kuala Lumpur í Malasíu förum við til Víetnam. Þar erum við búin að bóka ferð í gegnum Kilroy ferðaskrifstofuna og ætlum að enda á lítilli eyju fyrir utan Víetnam og eiga þar nokkra rólega daga.
Frá Víetnam förum við til Sri Lanka og verðum þar yfir jól og áramót og höldum svo heim á leið þann 2.janúar og lendum á Íslandi þann 3.janúar.

Við erum að byrja að hlakka til ferðarinnar og munum vonandi verða dugleg við að setja inn smá ferðasögur hér öðru hvoru.

Posted by steinunnms 17:28 Archived in Iceland Comments (0)

(Entries 1 - 1 of 1) Page [1]